Gleðileg jól:)

Gleðileg jól öll sömullSmile

Þá erum við búinn að koma okkur ágætlega fyrir hjá Bigga og Trish, nema að fötin okkar eru útum allt, annað hvort í ferðatöskum eða á gólfinuErrmWink  En þetta verður bara í stuttan tíma. Vonum að geta flutt í húsið okkar eftir miðjan janúar. Alla vega er planið að flytja inn fyrir afmælið hans Bjarna, sem er 28 janúar. 

Það gengur nokkuð vel upp í húsi núna. Eldhúsinnrétting en komin að hluta til uppSmile. Svo ætla pípari, rafvirki, múrari og málari allir að koma í byrjun janúar, svo vonum að það standist allt saman. 

Núna eru strákarnir veikir, Einar er komin með eitthverja sýkingu, svo hann fékk sýklalyf. Og nú er Indi orðin slappur og komin með hita,  svo hann er sofnaður, hann var voða lítill í sér í kvöld greyið litla. En Sólveig stendur enn, og vonum að hún verði hress.  En hún er að drepast úr frekju litla skottan. Ótrúlegt að svona lítil dama geti orðið svona ákveðinTounge Dettur með tilþrifum á  gólfið og öskrar ef hún fær ekki það sem hún villLoL

En læt myndir fylgja með frá jólunum

bless bless Bryndís

jólin 2008 062

jólin 2008 097

jólin 2008 056

jólin 2008 055

 


það líður að jólum:)

Jamm og jæja

Jólin að skella á eftir nokkra daga.  Erum að fara að flytja til Bigga bróðir og fjölskyldu á næstu dögum.   Svo það er nóg að gera í að pakka niður. Og líka að undirbúa jólinSmile

Núna er verið að sparsla veggina í húsinu. Svo við ættum að geta farið að mála húsið fljótlega. Og sett upp eldhúsinnréttingu.  Ætlum bara að mála gólfin til að byrja með. Alltaf að reyna að spara í eitthverju.  Svo er líka búið að tengja rafmagnið inní hús. En við bíðum enn eftir að rafvirkin fara að draga í, og klári.  Svo er þetta flotta fataherbergi komið inní herberginu okkar. Algjör snilldWink

Það er orðið svo jólalegt úti, Grundarfjörður er fullur að snjó. Vonum nú að það haldi sér framyfir jól. En sá að það er eitthvað verið að hóta því í veðurfréttinum að það ætti að hlýna og rigna á þorláksmessu. En vonum að það standist ekki. Ömurlegt að vera búinn að fá allan þennan snjó og myndi hann fara degi fyrir aðfangadagFootinMouth Það væri ekki sniðugt

En enda þetta stutta blogg hjá mér með myndum:)  

 

komin útihurð á húsið okkar,  við erum rosa ánægð með hana:)

17 des

svo er búið að vera voða jólalegt úti, og sérstaklega að horfa út um borðstofugluggan okkar, ekkert nema jólatré og náttúran

17.des

Svo eina í lokin af Sólveigu í sinni fyrstu klippingu:) Gekk rosa vel

16 des

En bið að heilsa ykkur öllum og Gleðileg jólSmile

jólakveðja Bryndís


Veikindi og veikindi:(

Þetta er nú búið að vera meiri veikinda bælið hér síðustu viku. Börnin voru öll veik í síðustu viku. Með annað hvort kvef, hósta eða magakveisu.  Og nú aftur, Veiga er með leiðinlegan hósta og kvef og Indi var ælandi í alla nótt: ég held að þetta sé  búið núna hjá honum. Hann er búinn að vera góður núna í klukkutíma, svo vonum að þetta sé búið.  En Einar er hress, en hann vildi ekki fara einn á leikskólan í morgun, svo hann er bara heima líka. 

Ég hef verið að vinna svona 2-3 daga í viku, það er fínt. Vonandi eykst það svo með tímanum. Svo þurfa að koma veikindi upp núna á heimilinu, svo ég hef ekki geta unnið, en ég held að það hafi ekki vantað í vinnuna núna, svo það sleppur. 

Núna er píparninn mættur. Það er Villi frændi sem sér um þetta hjá okkur, og eru Kári sonur hans og annar strákur búnir að vera hér síðan á mánudag að leggja gólfhitan og annað.  Svo þetta gengur vel núna. En svo áttum við að fá flotbíl í lok vikunar, en þá kom annað upp, þeir áttu að fá eitthvað efni til landsins í gær en fengu ekki. Og er það allt útaf þessum gjaldeyrismálum að kenna. Svo það dregst örugglega um viku.Woundering Þetta er nú meira ástandið á þessu landi.  En þegar verður búið að flota, þá kemuru málarinn, og sandpússar og spaslar. Svo þegar það er búið, þá getum við farið að mála, og setja upp innréttingar. EN hitin kemur örugglega ekki á húsið fyrir jól, en við verðum, bara með hitablásara á fullu, svo við getum gert allt þettaSmile

Svo ákváðum við að segja bara upp íbúðinni aftur 1 janúar. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að borga leigu, borga af húsnæðisláni af húsinu okkar, og rafmagn og hita á báðum stöðum.  Svo við fáum inn hjá Bigga bróðir og coSmile  Og verðum við örugglega flutt til þeirra fyrir jól. Svo við þurfum ekki að vera flytja á milli jóla og nýárs, en getum svo þrifið og klárað að koma dóti fyrir annars staðar á milli jóla og nýárs. Svo það er nóg um að vera hér á þessum staðLoL

En jæja best að fara sinna börnum:) bið að heilsa ykkur

með kærir kveðju Bryndís

p.s 2 myndir í lokin

 desember_2008_002.jpg

ég fékk Guggu og Hafrúnu með mér eitt kvöldið að mála glugga í húsinu:)

desember_2008_001.jpg

Taka sig vel út í borðstofunni:)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband