Á morgun:)

Á morgun er planið að flytja inn í húsið okkarSmileSmileSmileSmile

Búinn að bíða eftir þessum degi ansi lengi. Bjarni er að mála seinni umferð á gólfið núna, svo það verður þornað á morgun, og þá er bara ekkert annað eftir en að flytja innSmile     

Ver líklega netlaus fyrst um sinn í nýja húsinu. Svo ég get ekki bloggað svona fyrst um sinn:) Það verður líka nóg að gera næstu daga að taka úr kössum og koma okkur fyrir.

Svo ég bið bara heilsa......í biliWink

kv Bryndís


2 vikur:)

Já ég flyt líklega eftir svona tæplega 2 vikur. Eða ætla mér það. Ef allt stenst sem ég vona, þá gætum við flutt í næsta vaktarfríínu hans BjarnaSmile   Og þá jafnvel bara á afmælisdaginn hans. Ekki er það amaleg afmælisgjöfWink

Núna er verið að setja loftaþiljur í loftin, og verið að flísa baðherbergið, forstofuna og þvottahúsið.  Rafvirkin ætti að klára í þessari viku og píparinn líka. Þá er er bara að klára að mála veggi. Og svo ætlum við að mála gólfin í staðin fyrir að leggja gólfefni. Svo þá er bara allt tilbúið fyrir að flytja innTounge LOKSINS LOKSINS LOKSINSGrin

Ég trúi varla að þetta sé loksins að gerast.  Í júní 2007 keyptum við lóð og grunn. Og núna í janúar 2009 erum við lokins að fara að flytja inn.  Búinn að vera LÖNG fæðing.  Og höfum heldur ekki verið heppin með tímasetningu, að lenda í að vera að byggja hús í kreppu,  ekki voða gaman. En þetta er að hafast. EN þetta verður hrátt hjá okkur, en það er bara allt í lagi.  Bara að komast í okkar eigið hús, sem við erum búin að byggja sjálf er bara ólýsanleg tilfinningSmile Og allt erfiðið sem er búið að vera í kringum þetta.

En vildi bara koma með smá fréttir af okkur og þetta er helst í fréttumWink 

 


nýtt og betra ár

Þá er komið nýtt ár. Og verður þetta árið sem við fjölskyldan flytjum loksins inní nýja húsið okkar. Sem er búið að taka mun lengri tíma að byggja en okkur grunaði. Svo núna loksins sjáum við fyrir endan á þessu. Ég held að ég hafi aldrei nokkuð tíman verið eins fegin og að skila af mér leiguhúsnæðnu. Sá kafli er búinn og ALLT sem fylgir því. ALDREI AFTUR þangað.

Það fer vel um okkur hjá Bigga og fjölskyldu. Gott að vera hér.    Við töluðum við píparan í dag, og þeir koma á mánudag. Og svo sagði rafvirkin að hann myndi koma eftir 5 jan. Svo þetta ætti að fara að hafast.  Ég ætla  mér að flytja inn í janúar.

Áramótin voru skemmtileg. Vorum við flest öll saman komin hjá Unni systur. Borðum góðan mat svo var horft á Skaupið, sem var það besta í langan tíma. Og vorum við flest öll sammála um það. 

En annars er ég voða tóm núna, og hef lítið að segja.

Svo ég segi bara gleðilegt nýtt ár.  Og endilega skilið eftir ykkur kveðju

kv. Bryndís


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband