Loksins:)

jæja þá er það fyrsta bloggið í nýja húsinuSmile Það kom að því

Núna eru tæpur mánuður síðan við fluttum inn. Og hefur bara allt gengið vel. Nóg að gera allan daginn. Þó maður sér rétt hálfnaður að koma sér fyrir. Það eru enn kassar hér og þar. Þar sem maður er ekki komin með skápa og hirlsur undir allt saman. Og er bílskúrinn fullur af kössum. En þetta hefst allt saman að lokum. Bara orðið mjög kósý hér. 

Strákunum finnst æðinslegt að hafa sér herbergi. Einar sagði alltaf fystu dagana eftir að við fluttum inn. og ég var búinn að sækja hann á leikskólan. Þá sagði hann  " mamma það er gott að koma heim" svo honum líður vel hér eins og okkur öllum.

Núna eru enn ein veikindin á heimilinu. Einar er með hlaupabóluna. Og er hann mjög slæmur. Hann er með bólur ALLSSTAÐAR og er með hita og beinverki með þessu. Búinn að vera voða lítill í sér í dag. Indi fékk hlaupabólu fyrir 2 vikum, hann var ekkert slappur með þessu. Var mjög hress allan tíman. En það er annað með Einar. Svo tók ég eftir 2 -3 bólum á Sólveigu í dag. Og eru þær hlaupabólulegar. Svo ég vona að þetta verði bara vægt hjá henni. Svo er Indi búinn að vera með svo mikinn hósta að hann er komin á sýklalyf.  Ég hefði átt að vinna í dag, en gat það ekki. Alveg týbíst þegar ég fæ afleysingar á leikskólanum, þá erum börnin veik. En það þýðir ekkert að spá í það. Þetta verður að taka sinn gang.

Það er frekar leiðinlegt veður úti núna, snjóar og snjóar og hálfgerður bilur úti. Minnir mig á þegar ég var lítil í sveitinni. Svo eru engin hús við hliðina á mér ne fyrir ofan mig, svo það er eins og ég sé bara uppí sveit. Myrkur allt í kring. Mér finnst það æðiSmile Svona líta gluggarnir í borðstofunni út akkúrat núna

24 feb

mér finnst þetta bara notalegt, að vera inni í hlýju húsi, nú ætti maður eigilega að leggjast undir hlýja sæng og fara að lesa góða bók:)

En annars gengur bara allt vel, og vonum að við eigum eftir að búa hér um ókomna tíðSmile Okkur líður svo vel hér uppá holti.  

Læt hér nokkrar myndir fylgja með.......

febrúar 2009 002

febrúar 2009 006

febrúar 2009 014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

febrúar 2009 043

febrúar 2009 045

febrúar 2009 046

bið að heilsa ykkur öllum:)

kv. Bryndís


Á morgun:)

Á morgun er planið að flytja inn í húsið okkarSmileSmileSmileSmile

Búinn að bíða eftir þessum degi ansi lengi. Bjarni er að mála seinni umferð á gólfið núna, svo það verður þornað á morgun, og þá er bara ekkert annað eftir en að flytja innSmile     

Ver líklega netlaus fyrst um sinn í nýja húsinu. Svo ég get ekki bloggað svona fyrst um sinn:) Það verður líka nóg að gera næstu daga að taka úr kössum og koma okkur fyrir.

Svo ég bið bara heilsa......í biliWink

kv Bryndís


2 vikur:)

Já ég flyt líklega eftir svona tæplega 2 vikur. Eða ætla mér það. Ef allt stenst sem ég vona, þá gætum við flutt í næsta vaktarfríínu hans BjarnaSmile   Og þá jafnvel bara á afmælisdaginn hans. Ekki er það amaleg afmælisgjöfWink

Núna er verið að setja loftaþiljur í loftin, og verið að flísa baðherbergið, forstofuna og þvottahúsið.  Rafvirkin ætti að klára í þessari viku og píparinn líka. Þá er er bara að klára að mála veggi. Og svo ætlum við að mála gólfin í staðin fyrir að leggja gólfefni. Svo þá er bara allt tilbúið fyrir að flytja innTounge LOKSINS LOKSINS LOKSINSGrin

Ég trúi varla að þetta sé loksins að gerast.  Í júní 2007 keyptum við lóð og grunn. Og núna í janúar 2009 erum við lokins að fara að flytja inn.  Búinn að vera LÖNG fæðing.  Og höfum heldur ekki verið heppin með tímasetningu, að lenda í að vera að byggja hús í kreppu,  ekki voða gaman. En þetta er að hafast. EN þetta verður hrátt hjá okkur, en það er bara allt í lagi.  Bara að komast í okkar eigið hús, sem við erum búin að byggja sjálf er bara ólýsanleg tilfinningSmile Og allt erfiðið sem er búið að vera í kringum þetta.

En vildi bara koma með smá fréttir af okkur og þetta er helst í fréttumWink 

 


nýtt og betra ár

Þá er komið nýtt ár. Og verður þetta árið sem við fjölskyldan flytjum loksins inní nýja húsið okkar. Sem er búið að taka mun lengri tíma að byggja en okkur grunaði. Svo núna loksins sjáum við fyrir endan á þessu. Ég held að ég hafi aldrei nokkuð tíman verið eins fegin og að skila af mér leiguhúsnæðnu. Sá kafli er búinn og ALLT sem fylgir því. ALDREI AFTUR þangað.

Það fer vel um okkur hjá Bigga og fjölskyldu. Gott að vera hér.    Við töluðum við píparan í dag, og þeir koma á mánudag. Og svo sagði rafvirkin að hann myndi koma eftir 5 jan. Svo þetta ætti að fara að hafast.  Ég ætla  mér að flytja inn í janúar.

Áramótin voru skemmtileg. Vorum við flest öll saman komin hjá Unni systur. Borðum góðan mat svo var horft á Skaupið, sem var það besta í langan tíma. Og vorum við flest öll sammála um það. 

En annars er ég voða tóm núna, og hef lítið að segja.

Svo ég segi bara gleðilegt nýtt ár.  Og endilega skilið eftir ykkur kveðju

kv. Bryndís


Gleðileg jól:)

Gleðileg jól öll sömullSmile

Þá erum við búinn að koma okkur ágætlega fyrir hjá Bigga og Trish, nema að fötin okkar eru útum allt, annað hvort í ferðatöskum eða á gólfinuErrmWink  En þetta verður bara í stuttan tíma. Vonum að geta flutt í húsið okkar eftir miðjan janúar. Alla vega er planið að flytja inn fyrir afmælið hans Bjarna, sem er 28 janúar. 

Það gengur nokkuð vel upp í húsi núna. Eldhúsinnrétting en komin að hluta til uppSmile. Svo ætla pípari, rafvirki, múrari og málari allir að koma í byrjun janúar, svo vonum að það standist allt saman. 

Núna eru strákarnir veikir, Einar er komin með eitthverja sýkingu, svo hann fékk sýklalyf. Og nú er Indi orðin slappur og komin með hita,  svo hann er sofnaður, hann var voða lítill í sér í kvöld greyið litla. En Sólveig stendur enn, og vonum að hún verði hress.  En hún er að drepast úr frekju litla skottan. Ótrúlegt að svona lítil dama geti orðið svona ákveðinTounge Dettur með tilþrifum á  gólfið og öskrar ef hún fær ekki það sem hún villLoL

En læt myndir fylgja með frá jólunum

bless bless Bryndís

jólin 2008 062

jólin 2008 097

jólin 2008 056

jólin 2008 055

 


það líður að jólum:)

Jamm og jæja

Jólin að skella á eftir nokkra daga.  Erum að fara að flytja til Bigga bróðir og fjölskyldu á næstu dögum.   Svo það er nóg að gera í að pakka niður. Og líka að undirbúa jólinSmile

Núna er verið að sparsla veggina í húsinu. Svo við ættum að geta farið að mála húsið fljótlega. Og sett upp eldhúsinnréttingu.  Ætlum bara að mála gólfin til að byrja með. Alltaf að reyna að spara í eitthverju.  Svo er líka búið að tengja rafmagnið inní hús. En við bíðum enn eftir að rafvirkin fara að draga í, og klári.  Svo er þetta flotta fataherbergi komið inní herberginu okkar. Algjör snilldWink

Það er orðið svo jólalegt úti, Grundarfjörður er fullur að snjó. Vonum nú að það haldi sér framyfir jól. En sá að það er eitthvað verið að hóta því í veðurfréttinum að það ætti að hlýna og rigna á þorláksmessu. En vonum að það standist ekki. Ömurlegt að vera búinn að fá allan þennan snjó og myndi hann fara degi fyrir aðfangadagFootinMouth Það væri ekki sniðugt

En enda þetta stutta blogg hjá mér með myndum:)  

 

komin útihurð á húsið okkar,  við erum rosa ánægð með hana:)

17 des

svo er búið að vera voða jólalegt úti, og sérstaklega að horfa út um borðstofugluggan okkar, ekkert nema jólatré og náttúran

17.des

Svo eina í lokin af Sólveigu í sinni fyrstu klippingu:) Gekk rosa vel

16 des

En bið að heilsa ykkur öllum og Gleðileg jólSmile

jólakveðja Bryndís


Veikindi og veikindi:(

Þetta er nú búið að vera meiri veikinda bælið hér síðustu viku. Börnin voru öll veik í síðustu viku. Með annað hvort kvef, hósta eða magakveisu.  Og nú aftur, Veiga er með leiðinlegan hósta og kvef og Indi var ælandi í alla nótt: ég held að þetta sé  búið núna hjá honum. Hann er búinn að vera góður núna í klukkutíma, svo vonum að þetta sé búið.  En Einar er hress, en hann vildi ekki fara einn á leikskólan í morgun, svo hann er bara heima líka. 

Ég hef verið að vinna svona 2-3 daga í viku, það er fínt. Vonandi eykst það svo með tímanum. Svo þurfa að koma veikindi upp núna á heimilinu, svo ég hef ekki geta unnið, en ég held að það hafi ekki vantað í vinnuna núna, svo það sleppur. 

Núna er píparninn mættur. Það er Villi frændi sem sér um þetta hjá okkur, og eru Kári sonur hans og annar strákur búnir að vera hér síðan á mánudag að leggja gólfhitan og annað.  Svo þetta gengur vel núna. En svo áttum við að fá flotbíl í lok vikunar, en þá kom annað upp, þeir áttu að fá eitthvað efni til landsins í gær en fengu ekki. Og er það allt útaf þessum gjaldeyrismálum að kenna. Svo það dregst örugglega um viku.Woundering Þetta er nú meira ástandið á þessu landi.  En þegar verður búið að flota, þá kemuru málarinn, og sandpússar og spaslar. Svo þegar það er búið, þá getum við farið að mála, og setja upp innréttingar. EN hitin kemur örugglega ekki á húsið fyrir jól, en við verðum, bara með hitablásara á fullu, svo við getum gert allt þettaSmile

Svo ákváðum við að segja bara upp íbúðinni aftur 1 janúar. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að borga leigu, borga af húsnæðisláni af húsinu okkar, og rafmagn og hita á báðum stöðum.  Svo við fáum inn hjá Bigga bróðir og coSmile  Og verðum við örugglega flutt til þeirra fyrir jól. Svo við þurfum ekki að vera flytja á milli jóla og nýárs, en getum svo þrifið og klárað að koma dóti fyrir annars staðar á milli jóla og nýárs. Svo það er nóg um að vera hér á þessum staðLoL

En jæja best að fara sinna börnum:) bið að heilsa ykkur

með kærir kveðju Bryndís

p.s 2 myndir í lokin

 desember_2008_002.jpg

ég fékk Guggu og Hafrúnu með mér eitt kvöldið að mála glugga í húsinu:)

desember_2008_001.jpg

Taka sig vel út í borðstofunni:)


Myndataka

Var að fá myndirnar frá Brosbörnum.  Æðinslegar myndir. Vildi leyfa ykkur að sjá nokkrarSmileIndi grallari

Þessi mynd lýsir Inda Jens alvegLoL

svona stór:)

Sólveig er svona stór:)

systkinin þrjú

systkinin þrjú

bræðurnir

Bræðurnir

Sólveig í símanum

Sólveig í símanum

Einar

Einar

 

Ég er rosalega ánægð með þessar myndir:) klikkar ekkiWink

Fékk líka fjölskyldumynd, en bíð með að sýna ykkur hana, þar sem það er jólakortamyndin í árWink

með kveðju Bryndís

 

 


Alltof stutt í jólin

Já Það er alltof stutt í jólin núna, þar sem við ætluðum að flytja inn fyrir jólin, en ég held að ég verði að játa mig sigraða í því. Það verður að gerast kraftaverk ef við eigum að ná því. Píparinn ekki enn komin, og ekki sést til rafvirkjans.  En við eigum vona á píparnum í næstu viku, loksins voru þessi rör sem ekki voru til á landinu komin. En eftir að það er búið að flota yfir gólfhitan þá má ekki setja hitan á fyrr en 2-3 vikum eftir. Svo þetta er orðið tæpt.   

Ég er búin að lengja leiguna á íbúðinni sem við erum í til 1 febrúar. Svo getum í rólegheitum tæmt þessa íbúð og skilað af okkur. Ekki vera í stressi í kringum hátíðinar.  En ég sagði alltaf að ég ætlaði að flytja inn fyrir eitthver jól, svo það verður bara þá fyrir jólin 2009LoLFootinMouth

Við erum alltaf að sjá hvað við getum gert minna og minna í húsinu í bili, þar sem ástandið hér á landi er ekki hagstætt fyrir að byggja. Þetta verður mjög hrátt hjá okkur. En maður verður bara að horfa björtum hliðum á það.  Við verum næstu 10-15 ár að klára þettaFootinMouth En eins lengi að ég geti flutt inn, þá er ég ánægð.  Ég hef einmitt verið að hlæja af því að við verðum eins og Dóri í "Fastir liðir eins og venjulega" allt hálf klárað. Joyful

EN annars er ég byrjuð að vinna. Er að vinna á Leikskólanum hér. Byrja bara í afleysingum.  Svo kannski fæ ég svo alveg vinnu þar. Þetta er mjög fínt.  Hef verið að passa 2 ára krakka. Algjörar dúllur. Og finnst EInari og Inda þetta voða gaman að hafa mömmu sína þarna.  En Veigu er ekki alveg sama að sjá  mig með aðra krakka en sig. Og vill bara fara til mín. En það er ekki alltaf í boði.  Svo maður reynir bara að láta hana ekki sjá mig. 

Núna er Bjarni komin í langt frí. Hann verður í fríi til 3 jan. Svo það er frábært.  Vonandi að við getum flutt inn á meðan hann er fríi. 

Ætla svo þessa helgi að fara að föndra jólakort. Hafa þau bara einföld í ár. Svo er verið að hvetja fólk hér á Snæfellsnesi að skreyta snemma í ár, svo það er spurning að maður setji smá jólaljós í glugga. Og kannski þá að stelast til að hlusta á jólalögSmile

Læt myndir fljóta með sem ég tók uppí húsi fyrir 2 dögum

séð inní borðstofu

stofan

búið að loka uppá loft

litla skotta ánægð

Sólveig voða ánægð í nýja húsinu:)

EN jæja segi þetta nóg í bili

með kveðju Bryndís

 


svona er nú það

Góðan dag!

Það er nú bara allt gott að frétta héðan úr Grundarfirðinum. Bjarni er uppí húsi að hjálpa smiðinum að setja loftgrindurnar. Og klárast það líklega fyrir helgi.

En það tefst enn þá hjá píparnum. Það voru ekki til á landinu eitthver rör í gólfhitakerfið, en vonast píparin til að hann fái þau 14 nóv. Svo það hefur tafist mun lengur en við héldum. Svo það er farið að vera minni líkur á að við náum að flytja inn fyrir jól. En kannski að við getum bara flutt inn í bílskúrinn, þar sem það er búið að leggja gólfhita, og gætum við byrjað þar baraSmile   Við erum nefnilega búin að segja upp íbúðinni sem við erum í, frá og með 1 janúar.  En ég er samt ekki enn búinn að gefa upp alla von um að flytja inn fyrir jólin. Alltaf að vera bjartsýnTounge Og það er einmitt það sem bjargar mér í gegnum þetta allt saman, eins og hvað ALLT hefur hækkað í verði í sambandi við að byggja.     Var einmitt í Byko sl helgi að versla blöndunartæki og klósett og svoleiðis. Og blöskraði mér hvað þetta er orðið dýrt. 

Við fórum líka í IKEA og keyptum eldhúsinnréttinu þar. Við rétt sluppu í gegn og fengum hana á gamla verðinu. Sem var frábært. Og þar hefur nú mikil hækkun verið á sumum hlutum.

Indi braut glerið í  gleraugunum sínum fyrir 2-3 vikum, og vorum við að panta ný gler í þau. Hann er alltaf jafn óheppin þessi litli pjakkur. Svo hann ætti að fá þau eftir 1-2 vikur. Það verður munur fyrir hann að fá gleraugun sín aftur. Þau voru líka orðin svo rispuð, að hann vildi ekki vera eins mikið með þau. Svo það var bara beðið um gleraugu með góðri rispuvörn í þetta sinnSmile

Sl mánudag fórum við með börnin í myndatöku hjá Brosbörnum. Og gekk það svakalega vel. Ljósmyndarinn var svo ánægð með hvernig gekk. Það væri ekki algeng þegar svona mörg börn eru í myndatöku að það gangi svona vel.  Börnin mín eru svo þæg og góð alltafGrinSidewaysWhistlingTounge       Svo létum við taka eina fjölskyldumynd. Það verður gaman að sjá myndirnar þegar þær verða tilbúnarWink

Ég er meiri segja farin að pakka aðeins niður. Fínt að vera búinn að taka það sem maður er ekkert að nota núna. Það flýtir fyrir að vera snemma í því.  Loksins er maður farin að sjá endan á þessu, að geta flutt inní okkar eigið hús, með nóg að plássi. Og ekki kassar útum allt, eins og er búið að vera hér hjá okkur í 1 ár. Að búa í kössum er ekkert sérlega gaman. Svo verður léttir að geta tekið allt dótið sem við eigum í bílskúrnum hjá mömmu og pabba. Og þau geta farið að nota bílskúrin sinn almennilega aftur.  Þetta átti aldrei að vera svona LANGUR tími.  

Sólveig Stefanía er farin að labba, og er voða montin með það. Hún tók fyrstu skrefin sín á leikskólanum. Svo ég missti að því,  en Hafrún systir var vitni, svo það var innan fjölskyldunarWink. Svo labbaði hún fyrir mig þegar hún kom heim. Svo núna er þetta alltaf að aukast hjá henni

Amma Palla hefð orðið 89 ára í dag, hefði hún lifað.  Til hamingju með daginn elsku amma mín.  

en jæja læt 3 myndir fljóta með

nov08 070

verið að borða morgunmatin 

nov08 106

 Nöfnunar Sólveig Stefanía og Sólveig StefaníaSmile

nov08 128

farin að labba 

Bið að heilsa ykkur öllum

kv. Bryndís 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband