Veikindi og veikindi:(

Þetta er nú búið að vera meiri veikinda bælið hér síðustu viku. Börnin voru öll veik í síðustu viku. Með annað hvort kvef, hósta eða magakveisu.  Og nú aftur, Veiga er með leiðinlegan hósta og kvef og Indi var ælandi í alla nótt: ég held að þetta sé  búið núna hjá honum. Hann er búinn að vera góður núna í klukkutíma, svo vonum að þetta sé búið.  En Einar er hress, en hann vildi ekki fara einn á leikskólan í morgun, svo hann er bara heima líka. 

Ég hef verið að vinna svona 2-3 daga í viku, það er fínt. Vonandi eykst það svo með tímanum. Svo þurfa að koma veikindi upp núna á heimilinu, svo ég hef ekki geta unnið, en ég held að það hafi ekki vantað í vinnuna núna, svo það sleppur. 

Núna er píparninn mættur. Það er Villi frændi sem sér um þetta hjá okkur, og eru Kári sonur hans og annar strákur búnir að vera hér síðan á mánudag að leggja gólfhitan og annað.  Svo þetta gengur vel núna. En svo áttum við að fá flotbíl í lok vikunar, en þá kom annað upp, þeir áttu að fá eitthvað efni til landsins í gær en fengu ekki. Og er það allt útaf þessum gjaldeyrismálum að kenna. Svo það dregst örugglega um viku.Woundering Þetta er nú meira ástandið á þessu landi.  En þegar verður búið að flota, þá kemuru málarinn, og sandpússar og spaslar. Svo þegar það er búið, þá getum við farið að mála, og setja upp innréttingar. EN hitin kemur örugglega ekki á húsið fyrir jól, en við verðum, bara með hitablásara á fullu, svo við getum gert allt þettaSmile

Svo ákváðum við að segja bara upp íbúðinni aftur 1 janúar. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að borga leigu, borga af húsnæðisláni af húsinu okkar, og rafmagn og hita á báðum stöðum.  Svo við fáum inn hjá Bigga bróðir og coSmile  Og verðum við örugglega flutt til þeirra fyrir jól. Svo við þurfum ekki að vera flytja á milli jóla og nýárs, en getum svo þrifið og klárað að koma dóti fyrir annars staðar á milli jóla og nýárs. Svo það er nóg um að vera hér á þessum staðLoL

En jæja best að fara sinna börnum:) bið að heilsa ykkur

með kærir kveðju Bryndís

p.s 2 myndir í lokin

 desember_2008_002.jpg

ég fékk Guggu og Hafrúnu með mér eitt kvöldið að mála glugga í húsinu:)

desember_2008_001.jpg

Taka sig vel út í borðstofunni:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úhh rosalega tekur maður sig vel út þarna:)

sjáumst.

kv. Hafrún

Hafrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband