Allt á fullu

Já nú er allt á fullu í húsinu okkar. Bjarni og múrarinn eru núna að klára að einangra húsið, og byrja svo í dag að hlaða milliveggiSmile Svo það er allt á fullu.  Þetta klárast líklega um miðja viku, og þá er tilbúið fyrir rafvirkja og pípara að koma. Svo kemur múrarinn aftur í byrjun október og múrara allt saman.  Þar á eftir kemur píparinn aftur og leggur gólfhitan. Svo er flotað yfir það. Þar á eftir verða veggir sandsparslaðir. Og þar á eftir er hægt að fara að mála, og setja upp innréttingar og tæki.  Svo ég held að það sé alveg raunhæft að flytja inn fyrir jól.  Vonum það alla vega.  Læt myndir fljóta með af húsinu.    

tekið 11 sep

Erum búinn að láta setja nýjan og stærri glugga, við hliðina á bílskúrnum.

11 september

þetta var tekið 11 september, verið að einangra.

Bjarni

Bjarni á fullu í húsinu

 

séð inní borðstofu og stofu

séð inn í borðstofu og stofu

11 september

 

 

Annars er bara allt þetta  fína héðan úr Grundarfirði. Mamma og pabbi eru komin úr sveitinni, í vetradvölina hér. Gugga systir er búinn að koma sér vel fyrir hér í íbúð sinni á Grundargötunni. Svo allt er að fara í fastar skorður.  

Ég fékk systur mínar allar í gærkvöldi með mér upp í hús og hjálpa mér að sópa og þrífa. Það er svo gott að eiga svona stóra og góða fjölskyldu:)   Allir tilbúnir að hjálpa okkurSmile

Sólveig er útum allt núna. Labbar fram með öllu og figtar í ÖLLU. Nýjasta hjá henni er að figta í sjónvarpinu. Skipta um rásir, hækka og lækka, bara allt sem er hægt að gera framan á því. Og eru bræður hennar ekkert sérlega ánægðir með hana, þegar þeir eru að  horfa á sjónvarpiðLoL  Hún er líka svo snögg að skríða, að maður þarf að passa allt saman.  

Hér er ein mynd af börnum mínum í lokin

september_2008_048.jpg

Bara fallegGrin

En jæja segi þetta nóg í bili

með kveðju Bryndís

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er vonandi að þið getið flutt inn fyrir jól:) hef ekki trú á öðru;)

góð mynd af gríslingunum ykkar;) 

sjáumst í dag... kv. Hafrún

Hafrún (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:02

2 identicon

Gaman að fylgjast með hjá þér og þetta er fallegur hópur sem er þarna á myndinni. Kveðja Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband