Brúðkaupsafmæli

Í dag eigum við Bjarni 3 ára brúðkaupsafmæli. Og var Indi skírður þann dagSmile  Þetta var mjög fallegurkiss kiss dagur. Fengum þetta frábæra veður.  Við vorum farin að vera svolítið smeyk, þar sem það var búið að vera norðan þoka alla vikuna áður. En ég hét á hann Hallvarð, og ræddist úr veðrinu. Svo komu hitaskúrir þegar við löbbuðum útúr kirkjunni.  Og það var eina rigning þann dag. Og hef ég heyrt að það boði gott. Eitthver sagði mér að það þýði frjósamt hjónabandLoL  Það hefur ræst ágætlega úr þvíGrin.   Við vorum að spá í að gera eitthvað í tilefni dagsins, fara út að borða eða eitthvað. En er bara að spá í að grilla bara í kvöld. Ég ætla  að rölta yfir í ríkið núna og kaupa freyðivin, og fara með brúðkaupsstaupin og skála upp í húsi í kvöldSmile  

Annars er bara fínt að frétta. Vorum í bænum um síðustu helgi, að kíkja á útsölur, og þá sérstaklega á flísum og svoleiðis hlutum.  Og náðum við að kaupa flísar á baðherbergið og forstofuna.   Og svo erum við á fullu að kaupa allt í húsið núna. Eins og t.d. milliveggjasteina, steinull, einangrunarplast, og allt þetta sem þarf.   Húsið er eigilega orðið fokhelt.  Búið að setja flest gler, og loka því. Svo núna er Bjarni byrjaður á fullu.  Við verðum að vera búinn að setja steinullina og gera milligrindur, fyrir mánaðarmót, því þá kemuru múrarinn. Svo nú er smá stress í gangiFootinMouth  En vonandi hefst þetta allt.   Og planið er ennþá að reyna að flytja inn fyrir jól.

Svo hef ég verið að vinna hjá Unni systur aðeins í Snæþvotti þessa viku. Bara rosa gaman. Gott að komast aðeins út af heimilinu eftir 5 ár að vera heimavinnandi.   Svo kemur Gugga í þessari viku, og er þá flutt vestur í Grundarfjörð til okkar. Og fer svo að vinna í Snæþvotti í næstu viku. Svo þá erum við öll systkinin komin á GrundarfjörðTounge

En jæja ég held að þetta sé gott í bili, set eina mynd hér í lokin af krökkunum sem ég tók í síðustu viku, þegar við fórum í göngutúr, og með okkur voru Emilía og Sólveig Ásta

agust_2008_018.jpg

 Með kveðju Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn í gær :)

Jóhanna mágkona (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:18

2 identicon

Til hamingju með daginn í gær :-)

Flott myndin með fjallið í baksýn.

Kveðjur frá Akureyri.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:52

3 identicon

Innilega til hamingju með þrjú árin ykkar og megi þau vera mun fleiri til viðbótar.

Krossa fingur fyrir ykkur að allt gangi upp með húsabygginguna á tilsettum tíma.

Kveðja

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:26

4 identicon

Til hamingju með daginn ykkar. Gaman að heyra að allt sé í gangi með nýja húsið. Er Gugga flutt á Grundó?

Hafið það gott turtildúfurnar

Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir

Já Gugga er komin til Grundó, og er fyrsti vinnudagurinn hennar í dag, í nýrri vinnu

Bryndís Guðmundsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband