Alltof stutt í jólin

Já Það er alltof stutt í jólin núna, þar sem við ætluðum að flytja inn fyrir jólin, en ég held að ég verði að játa mig sigraða í því. Það verður að gerast kraftaverk ef við eigum að ná því. Píparinn ekki enn komin, og ekki sést til rafvirkjans.  En við eigum vona á píparnum í næstu viku, loksins voru þessi rör sem ekki voru til á landinu komin. En eftir að það er búið að flota yfir gólfhitan þá má ekki setja hitan á fyrr en 2-3 vikum eftir. Svo þetta er orðið tæpt.   

Ég er búin að lengja leiguna á íbúðinni sem við erum í til 1 febrúar. Svo getum í rólegheitum tæmt þessa íbúð og skilað af okkur. Ekki vera í stressi í kringum hátíðinar.  En ég sagði alltaf að ég ætlaði að flytja inn fyrir eitthver jól, svo það verður bara þá fyrir jólin 2009LoLFootinMouth

Við erum alltaf að sjá hvað við getum gert minna og minna í húsinu í bili, þar sem ástandið hér á landi er ekki hagstætt fyrir að byggja. Þetta verður mjög hrátt hjá okkur. En maður verður bara að horfa björtum hliðum á það.  Við verum næstu 10-15 ár að klára þettaFootinMouth En eins lengi að ég geti flutt inn, þá er ég ánægð.  Ég hef einmitt verið að hlæja af því að við verðum eins og Dóri í "Fastir liðir eins og venjulega" allt hálf klárað. Joyful

EN annars er ég byrjuð að vinna. Er að vinna á Leikskólanum hér. Byrja bara í afleysingum.  Svo kannski fæ ég svo alveg vinnu þar. Þetta er mjög fínt.  Hef verið að passa 2 ára krakka. Algjörar dúllur. Og finnst EInari og Inda þetta voða gaman að hafa mömmu sína þarna.  En Veigu er ekki alveg sama að sjá  mig með aðra krakka en sig. Og vill bara fara til mín. En það er ekki alltaf í boði.  Svo maður reynir bara að láta hana ekki sjá mig. 

Núna er Bjarni komin í langt frí. Hann verður í fríi til 3 jan. Svo það er frábært.  Vonandi að við getum flutt inn á meðan hann er fríi. 

Ætla svo þessa helgi að fara að föndra jólakort. Hafa þau bara einföld í ár. Svo er verið að hvetja fólk hér á Snæfellsnesi að skreyta snemma í ár, svo það er spurning að maður setji smá jólaljós í glugga. Og kannski þá að stelast til að hlusta á jólalögSmile

Læt myndir fljóta með sem ég tók uppí húsi fyrir 2 dögum

séð inní borðstofu

stofan

búið að loka uppá loft

litla skotta ánægð

Sólveig voða ánægð í nýja húsinu:)

EN jæja segi þetta nóg í bili

með kveðju Bryndís

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband